Hvernig væri að vera búinn að undirbúa grillveislu og geta blásið í lúðurinn þegar veðrið leikur við landann?
Mangó- og granateplasalsa
2 mangó, skræld, steinlaus og skorin í bita
1 rauðlaukur, skorinn í bita
½ rauð paprika, skorin í bita
kjarnar úr 1 granatepli
1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk. kummin, steytt
2 msk. límónusafi
2 msk. fáfnisgras (estragon), smátt saxað
salt
nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Agúrku- og perusalsa með dilli og piparrót
1 agúrka, skræld, kjarnhreinsuð og skorin í bita
1 pera, skræld, kjarnhreinsuð og skorin í bita
3 msk. dill, smátt saxað
1 msk. rifin piparrót
fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
2 msk. olía
salt
nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Bakaðir smálaukar
10 skalotlaukar
10 litlir rauðlaukar
tímíangreinar
3 msk. olía
2 msk. fetaostur, gróft saxaður
Laukarnir verða sætir og mjúkir þegar búið er að grilla þá. Þegar þeir eru tilbúnir má skera endann af hverjum lauk og kreista innan úr honum. Setjið lauka í skál og dreifið olíu yfir ásamt tímíangreinum og blandið vel saman. Pakkið síðan vel inn í álpappír og grillið í u.þ.b. 30-40 mín. Snúið nokkrum sinnum á meðan. Setjið laukana á disk, dreifið fetaosti yfir og berið fram strax.
Kjúklingakryddlögur
1 dl olía + 1 tsk. fenníkufræ
2 msk. tómatsósa
1 msk. sætt sinnep
2 msk. tamari-sósa
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
½ chili-aldin, smátt saxað
2 msk. ljóst edik
1 msk. hunang
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. piparkorn, steytt
Agúrku- og radísusalat
1 agúrka, skorin í þunnar lengjur
4-5 radísur, skornar í þunnar sneiðar
1 msk. sítrónusafi
1 msk. olía
pistasíuhnetur, saxaðar
nokkur myntublöð, söxuð, má sleppa
Raðið agúrku og radísum á disk eða í skál. Dreypið sítrónusafa og olíu yfir. Skreytið með pistasíuhnetum og myntu.
Uppskriftir / Ritstjórn Gestgjafans
Myndir / Kristinn Magnússon, Rakel Ósk Sigurðardóttir og úr safni