Lögregla þurfti að hafa afskipti af farþega sem neitaði að fara eftir settum reglum.
Farþegi sem kom til landsins um klukkan hálf ellefu í morgun með SAS flugvél frá Kaupmannahöfn neitaði að bera andlitsgrímu eins og reglur kveða á um. Þurfti að kalla til lögreglu sem veitti farþeganum tiltal og í kjölfarið féllst hann á að setja upp andlitsgrímuna.
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir lögreglunni á Suðurnesjum að lögreglumenn hafi þurft að fara um borð í flugvélina vegna farþega nokkurs sem hafði neitað að bera andlitsgrímu á leiðinni til Íslands og þvertók fyrir að setja upp grímu í flugstöðinni. Var honum tjáð að hann yrði að setja upp grímuna. Annars fengi hann ekki að fara frá borði. Eftir það þurfti lögregla ekki að hafa frekari afskipti af farþeganum og gekkst hann undir sýnatöku eins og aðrir farþegar.