ORÐRÓMUR Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur stimplað sig rækilega inn í umræðuna með slímusetu sinni á blaðamannafundum COVID-þrennunnar.
Upphaflega gerði fólk grín að fjölmiðlaforingjanum fyrrverandi sem sat og þráspurði. Svo snerist málið upp í að Björn, eða Bingi eins og hann kallast, náði hljómgrunni og vitnað var í hann um allar koppagrundir.
Hann þykir einstaklega snöggur til ákvarðana sem sumpart hafa orðið að falli.
Sú hugmynd hans að skrifa bók um COVID þykir líkleg til að virka. Bókin mun koma út fyrir verslunarmannahelgi …