ORÐRÓMUR Baráttan um forsetaembættið tók á sig undarlegan blæ þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti Guðmundi Franklín Jónssyni, frambjóðanda og athafnamanni í sjónvarpi.
Þátturinn þróaðist út í hávaðarifrildi milli Heimis Más Péturssonar þáttastjórnanda og Guðmundar Franklíns. Taldi áskorandinn að Heimir Már væri hliðhollur forsetanum og hafði allt á hornum sér.
Hermt er að Guðmundi Franklín hafi brugðið mjög í upphafi þáttar þegar honum var kynnt ný könnun sem sýndi að fylgi hans var innan við 10 prósent. Gassagangur hans skýrist af áfallinu …