Nokkuð hefur verið um menn í annarlegu ástandi víðs vegar um borgina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, þar segir að mennirnir þeir hafa átt það sameiginlegt að „geta ekki valdið sér og í engu ástandi að vera úti á meðal fólks“.
Í sendingu lögreglu segir að þeim mönnum sem um ræðir hafi verið komið í húsaskjól en einn hefði ekki í nein hús að vernda og var færður í fangaklefa
Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af ökumanni sem ók of hratt á Reykjanesbraut. Hann keyrði á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði. Annar ökumaður var þá stöðvaður í dag þar sem hann ók undir áhrifum fíkniefna, sá var skiptum ökuréttindum.
Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla í hverfi 103 og var hann vistaður í fangaklefa.