- Auglýsing -
Í dagbók lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að nokkuð var um að lögregla þurfti að hafa afskipti af ökumönnum sem voru grunaðir um að keyra undir áhrifum vímuefna.
Frá klukkan 17 í gær til um klukkan 6 í morgun stöðvaði lögregla sjö ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ýmist áfengis eða fíkniefna.
Voru þeir ýmist við akstur í miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi eða í Árbæ.