Falleg baðherbergi í skemmtilega ólíkum stíl.
Rómantískt og sjarmerandi baðherbergi sem eigendur hönnuðu sjálfir. Frístandandi baðker, sérsmíðuð innrétting, viðarklæddur veggur og smart flísar.
Hægt er að opna út í garð og fallegt skilrúm er við baðkerið til að skapa smávegis næði frá glugganum.
Hvaðan er …
Sturtuglerið: Samverk.
Baðkerið: Egill Árnason.
Handlaugarnar: Axor Massaud frá Ísleifi Jónssyni.
Blöndunartækin: Hansgrohe Axor frá Ísleifi Jónssyni.
Innréttingin: Smíðaþjónustan ehf.
Borðplatan: Steinn frá S. Helgasyni.
Skilrúm: Tekk–Company
Flísar: Egill Árnason.
__________________________________________________________________________
Þetta gráa og fallega baðherbergi hannaði Bára Gunnlaugsdóttir innanhússarkitekt. Stíllinn er klassískur og hlýlegur og óbeina lýsingin gefur notalega spa-stemningu.
Hvaðan er …
Gólfefni og aðrar flísar: Egill Árnason.
Baðkerið: Tengi.
Handlaugin: Ísleifur Jónsson.
Blöndunartækin: Tengi.
Lýsingin: Rafkaup.
Innréttingin: Svarbæsaður askur frá RH innréttingum.
Borðplatan: Fanntófell.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson