Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hafa unnið markvisst að því að draga úr útvistun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólk þjónustuvers Icelandair er ósátt við að 50 starfsmönnum skuli hafa verið sagt upp í apríl þegar COVID-19 faraldurinn geisaði á meðan fyrirtækið heldur í 40 starfsmenn hjá þjónustufyrirtæki á Filippseyjum. Þeir gagnrýna fyrirtækið og VR fyrir að hafa stutt kjarabaráttu flugfreyja en þagað þunnu hljóði þegar starfsfólki þjónustuversins missti vinnuna.

Fyrir tveimur árum samdi Icelandair við WNS Global Services sem sérhæfir sig í rekstri þjónustuvera, meðal annars fyrir flugfélög. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Indlandi. Starfsmenn WNS á Filippseyjum önnuðust upphaflega svörun símtala frá Bandaríkjunum fyrir Icelandair en nú þegar íslenskir starfsmenn þjónustuversins eru í lágmarki sinna þeir einnig símsvörun fyrir íslenskan markað samkvæmt heimildum Mannlífs.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, leggur aftur móti áherslu á að þjónusta við Íslendinga og viðskiptavini flugfélagsins í Evrópu fari fram hér á landi. Hún segir fyrirtækið markvisst hafa dregið úr útvistun þjónustu og unnið sé í því að draga til baka hluta uppsagna í þjónustuverinu.

„Þjónustuverið okkar er opið nær allan sólarhringinn og meginþorri starfsfólks staðsett hér í Reykjavík. Á síðustu árum höfum við útvistað hluta af þjónustunni sem sinnt er af þjónustufulltrúum sem staðsettir eru á Filippseyjum. Það starfsfólk sinnir fyrst og fremst símsvörun á kvöldin og á nóttunni á íslenskum tíma, aðallega Bandaríkjamarkaði og öðrum erlendum viðskiptavinum þar sem tímamismunur er mikill. Þjónusta við Íslendinga og viðskiptavini okkar í Evrópu fer fram hér á Íslandi.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair

Að undanförnu höfum við unnið markvisst að því að draga úr útvistun þessarar þjónustu og höfum nú þegar dregið hana saman um 35 prósent. Á sama tíma erum við nú að draga til baka um 20 prósent uppsagna starfsmanna í þjónustuveri hér á Íslandi vegna álags og aukinna verkefna,“ segir Ásdís Ýr.

Eftir helgina stefnir Icelandair á hlutafjárútboð til bjargar félaginu. Unnið er að því að semja við helstu lánadrottna og tryggja aðkomu ríkisins með lánalínum. Í vikunni tókust loks samningar við flugfreyjur Icelandair sem var þá síðasta flugstéttin til að semja við flugfélagið.

- Auglýsing -

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -