Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Dásamlegt og öðruvísi sumarhús í Kjós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa sem snúa í átt til sjávar en útsýnið er afar fallegt. Eitt sumarhúsanna er í eigu Hildu Allansdóttur sem við heimsóttum í fyrra.

Hilda er hárgreiðslukona og blómaskreytir að mennt en ásamt því að starfa við hárgreiðslu hefur hún keppt í fitness og unnið til fjölda verðlauna.

Gamlir hlutir með góðar minningar

Hilda á íslenska móður en faðir hennar er frá Palestínu. Sem barn ferðaðist Hilda með fjölskyldunni í þónokkur skipti til Palestínu en vegna veikinda föður hennar ákváðu þau að setjast alfarið að á Íslandi.

Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós.

Stærsta áhugamál Hildu er hreyfing og heilbrigður lífsstíll en hún hefur einnig mikinn áhuga á eldamennsku. Í frítíma sínum hefur Hilda lagt stund á að gera upp sumarhúsið sitt í Kjós. Hún segir að uppáhaldslitur sinn sé svartur og bústaðurinn ber þess merki. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að ólíkt mörgum öðrum bústöðum er hann málaður grár að utan en svartur að innan en yfirleitt er því öfugt farið.

Uppáhaldslitur Hildu er svartur og bústaðurinn ber þess merki.

Hún hefur einnig sankað að sér ýmsum hlutum í gegnum árin og kýs að blanda saman nýjum hlutum og gömlum með góðar minningar. Gott dæmi um það er skemmtilegt reiðhjól á efri hæðinni en á því reiðhjóli hjólaði pabbi hennar uppi við Rauðavatn þar sem þau bjuggu þegar Hilda var barn. Hún, ásamt systkinum sínum, sat svo í körfunni framan á hjólinu meðan pabbi hennar hjólaði og þannig ferðuðust þau um svæðið.

Hjólið hefur fylgt Hildu frá barnæsku og hefur mikið tilfinningalegt gildi.

Fallegt útsýni yfir fjörðinn

- Auglýsing -

Húsið samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi, stofu og forstofu ásamt svefnlofti sem er líka nokkurs konar setustofa. Gólfið á svefnloftinu er svartmálað með mattri áferð og loftin hvít sem er sniðug leið til þess að ýkja lofthæðina.

Á efri hæðinni eru einnig svalir með dásamlegu útsýni yfir allan Hvalfjörðinn og fjallgarðinn í kring og segist Hilda njóta þess mjög, fjarri amstri borgarinnar.

Ullarpeysan sem hangir á veggnum átti Hilda þegar hún var barn.
Í Kjós í Hvalfirðinum er fjöldi fallegra sumarhúsa.

Húsgögnin eru héðan og þaðan en Hilda segist kaupa það sem henni þykir fallegt óháð því hvar það fáist, hún eltist ekki við  merkjavörur. Einnig er hún dugleg að búa til hluti sjálf en menntun og reynsla hennar úr blómaskreytingunum kemur sér þar vel.

- Auglýsing -

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Eldhúsið er virkilega flott.
Myndirnar tók Aldís Pálsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -