Frumvarp þingmanna Pírata um afglæpavæðingu vímuefnaneyslu var fellt á Alþingi í nótt.
Með frumvarpinu var lagt til varsla á neysluskömmtum fíkniefna yrði ekki lengur refsiverð. Þannig yrði lögreglu óheimilt að gera upptæk efni neytenda, enda hefði þeirra hvorki verið aflað á ólögmætan hátt né þau í ólögmætri vörslu.
18 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 28 greiddu atkvæði á móti.
Hér er hægt að sjá hvernig atkvæðin féllu.
Sjá einnig: Unnar Þór missti vin sinn úr neyslu og biðlar til þingmanna: „Við getum ekki beðið, við erum að deyja“