Frumvarp þingmanna Pírata um afglæpavæðingu vímuefnaneyslu var fellt á Alþingi í nótt þegar 28 þingmenn greiddu atkvæði á móti frumvarpinu, 18 þingmenn greiddu atkvæði með.
Með frumvarpinu var lagt til varsla á neysluskömmtum fíkniefna yrði ekki lengur refsiverð.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur vakið mikli viðbrögð og hefur mikil umræða um málið skapast á samfélagsmiðlum í dag, notendur Twitter hafa til að mynda nýtt þann vettvang til að tjá sig um málið.
Meðfylgjandi er brot af því sem notendur Twitter hafa haft um málið að segja í dag.
Löggan tekur töflurnar af henni sem hún var nýbúin að vinna sig inn fyrir.Hún handtekin og svo fær hún kæru á sig.Hún kemur út af löggustöðinni. Komin í ógeðsleg fráhvörf ennþá með sársauka tilfinningar og þarf að finna sér annan kúnna sem vill kaupa kynlíf af henni fyrir conta.
— Hafrún Elísa (@hafrunelisa) June 30, 2020
Það verða engin skref stigin í átt til meiri mannúðar í fíkniefnamálum fyrr en Engeyjarættin sér eitthvað gróðatækifæri í því.
— óskar steinn (@oskasteinn) June 30, 2020
Að skipta veiku fólki niður í flokka eftir því hvaða sjúkdómur hrjáir það og senda sumt í fangelsi (???) meðan annað fær viðeigandi læknisþjónustu og stuðning er gjörsamlega galið
— Ása (@asabergny) June 30, 2020
Góð áminning til allra sem kusu VG og XD og eru undir 30 ára að 'you got played'.
— Logi Pedro (@logipedro101) June 30, 2020
Stjórnarsáttmáli D, V og B 2017: Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna…
2020: …Bara ekki alveg strax
— Atli Fannar (@atlifannar) June 30, 2020
Ef einhver vantar inspo fyrir næstu kosningar þá er hér snyrtileg sundurliðun. Þess ber að geta að meira að segja Flokkur fólksins kemur skár út úr þessu heldur en VG pic.twitter.com/x4O1TBvnDm
— Sunna Ben (@SunnaBen) June 30, 2020
Sem hjúkrunarfræðingur sem vinnur náið með einstaklingum sem þetta frumvarp snertir daglega get ég ekki setið hjá. Samkvæmt siðareglum mínum verð ég að standa með þeim. Ég vil að fleiri hjúkrunarfræðingar geri það líka.
— Elísabet Brynjars (@betablokker_) June 30, 2020
Spáið í því ef það væri ólöglegt að fá mígreni. Fólk með mígreni litið hornauga, því bolað út i horn og það handtekið við hvert tækifæri. Það fengi litla sem enga hjálp og þyrfti þá að bíða lengi eftir henni.
Það væri fáránlegt!
Svona er farið með ákveðna gerð af sjúklingum.
— Sunna Ben (@SunnaBen) June 30, 2020
Nokkrum árum eftir afglæpavæðingu í Portúgal var gerð könnun á viðhorfi lögreglu til breytinganna. Það sem þeim fannst neikvæðast var að það varð erfiðara að beyta neytendur þrýstingi til að ná til fíkniefnasala, að hótanir þeirra virkuðu verr eftir afglæpavæðingu. 1/4
— Dr. Margrét (@MargretVaff) June 30, 2020
Ég er frjálslyndur sjálfstæðismaður. Þess vegna sat ég hjá í atkvæðagreiðslu um afglæpavæðingu.
— Snæbjörn (@artybjorn) June 30, 2020
Bróðir minn lést úr ofneyslu eiturlyfja. Hann átti aldrei séns, allt frá því hann var rekinn úr skóla 12 ára gamall og skólakerfið var hans fyrsta höfnun. Ef að veikt fólk væri ekki gert að glæpamönnum ætti ég kannski bróður á lífi í dag og 23 ára dóttir hans enn pabba í dag. https://t.co/3kgDjavIKm
— Helena G. Guðmundsd. (@HelenaGudrun) June 29, 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Albert Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir sátu öll hjá við afgreiðslu málsins í nótt. Bjarni Benediktsson greiddi atkvæði gegn því. Sjálfstæðisflokkurinn felldi tillögu um afglæpavæðingu og ekki heyrist píp frá sus. https://t.co/iuiIG2avzW
— óskar steinn (@oskasteinn) June 30, 2020
Svo mikil vonbrigði að fólk sem hefur lýst sig sammála afglæpavæðingu skuli ekki standa með sannfæringu sinni. Nú höldum við bara áfram að fangelsa jaðarsett og veikt fólk og brjóta það enn frekar niður.
Aldeilis sem það hefði verið hægt að stytta bið eftir fangelsisvist, ha ♀️
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) June 30, 2020
Illt í hjartanu í dag. Hugsa til vina minna (allt of margir) sem hafa yfirgefið þessa jarðvist eftir baráttu við fíknina. Allir fyrir þrítugt, sumir fyrir tvítugt. Flestir komnir inn í kerfið á einhvern hátt fyrir lögaldur, kerfið vissi af þeim: ungt veikt fólk
1/?
— una stef (@unastef) June 30, 2020
Gleymum líka ekki að “stríð gegn fíkniefnum” er fyrst og fremst stríð gegn efnalitlum, samfélagslega viðkvæmum fíklum. Enginn að fara að segja mér að löggan sé að mæta í partý hjá GAMMA og taka kókaínið af jakkafataköllunum eða gera handahófskennda leit á Bjarna Ben
— salka gullbrá (@salkagullbra) June 30, 2020