Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Íslendingar virkastir allra Evrópuþjóða á samfélagsmiðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alls nota 92 prósent landsmanna að minnsta kosti einn samfélagsmiðil og er Ísland þar með sú Evrópuþjóð sem er virkust á samfélagsmiðlum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt tölfræðistofnun Evrópusambandsins, sem blaðið vísar í, hefur hlutfallið hækkað um eitt prósent frá því í fyrra. Er Ísland í efsta sæti í öllum aldurshópum, á aldursbilinu 24 til 65 ára.

Sérstaka athygli vekur mikil notkun eldri borgara á samfélagsmiðlum, en 74 prósenta virkni er í hópi 65 til 74 ára, á meðan meðaltalið er um 20 prósent í Evrópu. Þá þykir athyglisvert að íslenskra konur á miðjum aldri eru mun virkari en karlar á sama aldri.

Þess má geta að alls 98 prósent íslenskra ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára nota samfélagsmiðla sem er sama hlutfall og víða annars staðar í Evrópu.

Norðmenn eru í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem eru virkastar á samfélagsmiðlum, samkvæmt stofnuninni, með 86 prósenta virkni, en Ítalir og Frakkar neðstir með 42 prósenta virkni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -