Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Mögu­lega hafa þess­ar breyt­ing­ar haft slæm áhrif á bruna­varn­ir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mögulegar breytingar á húsinu sem brann við Bræðraborgarstíg þann 25. júní kunna að hafa haft slæm áhrif á brunavarnir hússins. Þetta kemur fram í máli yf­ir­manns bruna­eft­ir­lits hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag.

„Við fyrstu skoðun lít­ur út fyr­ir að gerðar hafi verið breyt­ing­ar á mann­virk­inu sem ekki hafi verið sótt um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir. Mögu­lega hafa þess­ar breyt­ing­ar haft slæm áhrif á bruna­varn­ir,“ seg­ir Davíð Snorra­son, yf­ir­maður bruna­eft­ir­lits hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), í samtali við Morgunblaðið.

Eins og Mannlíf greindi frá á sínum tíma barst tilkynninng um eldinn klukkan 15.15 þann 25. júní og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar. Tók slökkvistarf töluverðan tíma, en mikinn reyk lagði frá húsinu og voru íbúar í nágrenninu beðnir um að loka hjá sér gluggum. Þrír létu lífið í elds­voðanum og tveir slösuðust al­var­lega.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un vinnur nú að því að rannsaka brunann, en niðurstöður hennar gætu legið fyrir síðar á þesus ári. Markmið hennar er meðal annars að athuga hvort breyta þurfi reglu­verki en grun­ur leikur á því bruna­vörn­um í hús­inu hafi verið ábóta­vant.

Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um slæman aðbúnaði í húsinu en í Morgunblaðinu kemur fram að stofnuninni höfðu ekki borist kvartanir vegna hússins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -