Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Telur aldursfordóma þrífast á íslenskum vinnumarkaði – 170 umsóknir, sex atvinnuviðtöl en engin atvinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistill Bjarna Jóns­sonar, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóra, sem birtist á Kjarnanum í gær hefur vakið mikla athygli. Í pistlinum skrifar hann um atvinnuleysi en hann hefur verið atvinnulaus í rúmt ár, 367 daga nánar tiltekið.

„Heilt ár án þess að vakna á morgn­ana, fara í rækt­ina eða sund, fengið mér morg­un­mat og farið síðan til vinnu. Komið heim seinnipart dags­ins, sest niður með kaffi og rætt við kon­una mína um hvernig vinnu­dagur okkar var,“ skrifar hann í pistil sinn.

Bjarni ræddi viðbrögðin við pistlinum í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann segir góðum kveðjum og skilaboðum rigna yfir hann. Hann segir margt fólk með sömu reynslu þá hana sett sig í samband við hann.

Fengið sex viðtöl út á 170 umsóknir

Í pistlinum segir hann frá því að hann hafi sótt um 170 störf síðan hann varð atvinnulaus. Störfin eru af ýmsum toga, hann hefur sótt um starf m.a. fram­kvæmda­stjóra, verk­efna­stjóra, þjón­ustu­full­trúa, inn­kaupa­full­trúa og mót­töku­full­trúa. Í samtali við Rás 2 greindi hann frá því að hann hefur fengið sex atvinnuviðtöl.

Bjarni segir stöðuna erfiða en segir sig halda í jákvæðnina og rútínuna. „Svo á ég mjög góða konu,“ segir hann.

- Auglýsing -

Aldursfordómar til staðar

Bjarni er að verða 61 árs. Hann telur líklegt að aldursfordómar spili inn í það að hann hefur ekki fengið atvinnu. „Ég hef ekki litið á mig sem gamlan mann,“ segir Bjarni.

Hann segir ýmislegt benda til að aldursfordómar séu til staðar á vinnumarkaði. Bjarni bendir áhugasömum á nýja MA-ritgerð Auðar Gróu Valdimarsdóttur sem var að útskrifast frá viðskiptafræðideild frá Háskóla Íslands. „Meginniðurstaða hennar [ritgerðarinnar] er sú að það ríkja aldursfordóma,“ segir Bjarni.

- Auglýsing -

Mikil vinna að leita að atvinnu

Bjarni tekur fram að það sé mikil vinna að leita að vinnu og senda inn umsóknir. „Þetta er vinna,“ segir hann og tekur fram að sú vinna feli m.a. í sér að skoða atvinnuauglýsingar og smíða texta með umsóknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -