Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Útgefendur sagðir áhyggjufullir vegna kaupa Storytel í Forlaginu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bókaútgefandi segir að ótrúlegt að samkeppniseftirlitið skuli hafa samþykkt sölu Máls og menningar á 70 prósenta hlut í bókaútgáfunni Forlaginu til sænska hljóðbókarisans Storytel.

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt stóran hlut, eða 70 prósent, í Forlaginu, en Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og Menning, mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við bókaútgefendur vegna málsins og segir einn, sem ekki vill koma fram undir nafni, að útgefendur séu áhyggjufullir, því með kaupunum séu tveir stærstu útgefendur bóka á Íslandi að sameinast, þar sem Storytel teljist útgefandi auk þess að vera endursöluaðili. Honum finnst ótrúlegt að samkeppniseftirlitið skuli hafa samþykkt kaupin.

Annar útgefandi, Jónas Sigurgeirsson hjá Bókafélaginu, sem rætt er við, segir kaupin breyta litlu til skemmri tíma. „En er auðvitað tímanna tákn því það hefur verið mikil aukning í útgáfu hljóðbóka,“ bendir hann á.

Með kaupunum er Forlagið komið í hóp í þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB. Hin félögin eru Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -