Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Tesla vill leggja hleðslustöðvar um land allt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teslu-umboðið vill leggja hleðslustöðvar fyrir rafbíla um land allt. Málið er til skoðunar hjá Orkustofnun.

„Þeir eru að leita hófana með að koma upp hleðslustöðvum,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í samtali við Mannlíf. „Það er verið að kanna mögulegar staðsetningar og annað. Þetta eru náttúrulega aflmiklar stöðvar.“

Spurður hversu margar hleðslustöðvar Teslu-umboðið vilji leggja og hvar á landinu og hversu lengi málið hafi verið á borði Orkustofnunar segist Guðni ekki getað rætt það á þessu stigi málsins. „Þetta er bara allt saman í vinnslu,“ segir hann. „Annars vísa ég þessu til Teslu-umboðsins á Íslandi. Það er ágætt að þeir svari þessu.“

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að hleðslustöðvarnar gagnist eingöngu Teslu-eigendum og séu hluti af áframhaldandi samstarfi Tesla og N1, sem hafa þegar undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland.

„Já, þetta er rétt og það stendur til að gera þetta í nokkrum fösum,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Spurður um hversu margar hleðslustöðvar sé að ræða vill hann ekki tilgreina fjöldann – að svo stöddu. „En þetta er áður óþekktur fjöldi hleðslustöðva sem þeir ætla að setja upp,“ segir hann, „þannig að þetta mun þjónusta Teslu-eigendur vel. Auðvitað þarf að vera nægt rafmagn og það þarf að huga að fleiru þegar þetta er sett upp.“

- Auglýsing -

Spurður hversu lengi málið hafi verið til skoðunar hjá Orkustofnun, segist hann ekki vilja fullyrða neitt um það, en að viðræður á milli N1 og Teslu hafi staðið yfir í um tvo mánuði.

Eins og fyrr segir hafa N1 og Tesla þegar gert samkomulag um uppsetningu slíkra stöðva á lóðum N1, en þær gera eigendum Teslu-bifreiða kleyft að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1, eins og Vísir greindi frá 8. maí. Þar kom fram að ráðgert væri að fyrsta stöðin yrði komin í rekstur snemma sumars 2020, en í samtali við Vísi sagði Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, að verið væri að skoða fleiri staðsetningar „með því markmiði að dekka hringveginn“.“ Í samtali við Mannlíf segist hann reikna með að fyrsta stöðin opni á lóð N1 í Fossvogi eftir tvær vikur, gangi allt upp, og þar á eftir verði önnur vonandi opnuð hjá Staðarskála.

„Þessu til viðbótar erum við með eigin plön. Þannig ætlum við að taka yfir ON hleðslustöðvarnar með haustinu og svo ætlum við að setja upp eigin hleðslustöðvar sem munu þjónusta alla bíla. Við munum opna fyrstu stöðina á lóð Elko í Lindunum innan 10 daga.“

- Auglýsing -

Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í talsmann Teslu á Íslandi við vinnslu hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -