Nýr og spennandi Gestgjafi er kominn út. Ítalskar kræsingar eru í aðalhlutverki í nýja blaðinu.
Í blaðinu er að finna fjölmargar uppskriftir að gómsætum ítölskum réttum ásamt fróðleik um ítalskan mat og matarhefðir.
Þá skoðum við, skref fyrir skref, hvernig ferskt pasta er búið til en ferlið er mun auðveldara er margir gera sér grein fyrir.
Gestgjafinn spjallaði svo við nokkra einstaklinga sem hafa verið undir ítölskum áhrifum í eldhúsinu. Þar á meðal er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir útvarpskona sem bjó í Flórens á Ítalíu árið 1992. Þar lærði hún að búa til ítalskan mat.
„Flórensbúar kenndu mér að einfaldur heiðarlegur sveitamatur er besti matur í heimi,“ segir Sigurlaug.
Í ítalska blaðinu er einnig að finna viðtal við Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðsson, fólkið á bak við fyrirtækið Olifa. Þau bjóða upp á hágæða ítalskar vörur sem þeim fannst vanta á Íslandi.
Þetta og svo miklu meira í nýjasta Gestgjafanum.