- Auglýsing -
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. Júlí. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda.
Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2007 og starfaði sem lögmaður frá 2007 til 2014.