Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Ósk­hyggja að hægt sé að knýja áfram ferðaþjón­ustu hér á landi núna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um­sjón­ar­lækn­ir á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um gagnrýnir yfirvöld fyrir samráðsleysi þegar ákveðið var að opna landamærin.

„Ég held að það sé ímynd­un eða ósk­hyggja að hægt sé að knýja áfram ferðaþjón­ustu hér á landi ein­mitt núna. Það er fjar­stæðukennt og dýru verði keypt,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um, í samtali við Morgunblaðið.

Ragnar segir að honum og starfs­fólki hans hafi verið gert kunn­ugt um fyr­ir­hugað fyr­ir­komu­lag við skimun á landa­mær­um, án þess að það hafi verið borið und­ir þau fyr­ir fram. Gagnrýnir hann yfirvöld fyrir samráðsleysi þegar ákveðið var að opna landamærin. „Það var gríðarleg­ur sam­taka­mátt­ur hérna sein­ast og all­ir lögðust á eitt, en maður finn­ur ekki al­veg sama and­ann í þetta skiptið,“ segir hann.

Ragn­ar seg­ir ljóst að ein­hverjir í hinum stóra hópi fólks sem er í sóttkví og telur 440 manns muni reyn­ast smitaðir. „En við sjá­um samt úti í heimi, að þessi far­ald­ur er ekki nærri því bú­inn.“

Hann segir að af þeim sökum sé það fjarstæðukennt og dýru verði keypt að ætla að knýja áfram ferðaþjón­ustuna á Íslandi núna.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -