Kórónuveirufaraldurinn hefur sannarlega sett stórt strik í reikninginn hvað vinnslu tískutímarita varðar og nýjustu forsíður margra stórra tímarita bera þess merki. Góð ráð eru dýr þegar aflýsa þarf flestum forsíðumyndatökum af sóttvarnarástæðum.
Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, brá til að mynda á það ráð að nota 50 ára gamla ljósmynd eftir Irving Penn á forsíðu júní/júlí tölublaðsins.
„Ég hef alltaf birt myndirnar hans með stolti en þessi er öðruvísi,“ skrifar Anna Wintour í leiðara um nýjustu forsíðu bandaríska Vogue sem er prýdd ljósmynd Penns frá árinu 1970. Þetta er í fyrsta sinn í yfir 50 ár þar sem kyrralífsmynd prýðir forsíðu Vogue.
Edward Enningful, ritstjóri breska Vogue, valdi þá 14 landslagsmyndir, bæði málverk og ljósmyndir, á 14 mismunandi forsíður ágústblaðs Vogue. Hann segir landslagsmyndir vera viðeigandi þessa stundina nú þegar fólk er farið að hugsa um náttúruna og umhverfisvernd í auknum mæli.
Fyrr á árinu prýddu þá heilbrigðisstarfsmenn forsíður bresku útgáfu tímaritsins Grazia svo nokkur dæmi séu tekin.
Listmálarinn David Hockney á eitt af þeim 14 verkum sem prýða forsíðu ágústútgáfu breska Vogue. Sjá færslu breska Vogue: