Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

„Augljóst að drukkið fólk virðir ekki fjarlægðarmörk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við höfðum afskipti af nöktum mönnum, glöðum fyllibyttum, reiðum fyllibyttum, slagsmálum og fleiri reiðum fyllibyttum,“ segir talsmaður lögreglusamtaka á Englandi um fyrstu nóttina sem barir og pöbbar voru opnir eftir 105 daga lokun. Þúsundir fólks flykktust á barina og stóð gleðin framundir morgun víðast hvar. Engin meiri háttar atvik komu þó til kasta lögreglu og sjúkraflutningamenn og starfsfólk slysavarðstofa varð ekki vart við aukið álag, eins og búist hafði verið við.

Lögreglan segir langflesta hafa hegða sér vel og þakkar fólki fyrir að sýna ábyrgð í þessum aðstæðum. „Það er þó augljóst að drukkið fólk getur ekki eða vill ekki virða fjarlægðarmörk,“ sagði talsmaður lögreglunnar, en fjarlægðarmörk á Englandi eru enn tveir metrar.

Vínveitingastaðir í Skotlandi og Wales eru enn lokaðir, en á Norður Írlandi voru pöbbarnir opnaðir á föstudaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -