- Auglýsing -
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 varð um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík á níunda tímanum í gærkvöldi. 34 skjálfar hafa mælst á svæðinu síðan á laugardag, en flestir þeirra mjög litlir. Íbúar í Grindavík urðu varir við skjálftann í gærkvöldi, eins og kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir við Grindavík síðustu mánuði, en virknina má rekja til kvikuinnskots undir jarðskorpunni með miðju rétt vestan við fjallið Þorbjörn, sem stendur í útjaðri bæjarins.