Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um umferðarslys við Mjóddina um hálfsex í gærkvöldi. Þar hafði kona dottið af reiðhjóli. Konan stóð upp og ætlaði að hjóla burt en gat það ekki sökum verja í kviðarholi og öxl. Konan var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Sjá einnig: Man lítið eftir slysinu og er fegin að vera á lífi
Stuttu seinna var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi. Þar hafði bifreið verið ekið á vegrið og tjónaðist bifreiðin töluvert. Ekki urðu slys á fólki. Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki.