- Auglýsing -
Lögreglan hafði afskipti af ungum drengjum við Álftamýri um hálftíu í gærkvöldi. Drengirnir eru grunaðir um eignaspjöll, það er skemmdir á rafmagnshlaupahjóli og meðferð skotelda. Málið var unnið með aðkomu forráðamanna og tilkynningu til Barnaverndar.
Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.
Laust eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot á heimili í Mosfellsbæ. Búið var að sparka upp útihurð, fara inn og stela verðmætum. Húsráðandi hafði ekki verið heima síðustu daga. Málið er í rannsókn.