Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Trufluðu bílaumferð á hlaupahjólum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að hafa afskipti af nokkrum unglingum sem gerðu það að leik sínum að trufla umferð í Keflavík með því að fara á hlaupahjólum fyrir bíla sem voru á ferðinni. Auk þessa máttu þeir ekki vera úti að nóttu til vegna aldurs. Unglingunum var veitt tiltal, ekið til síns heima og rætt verður við forráðamenn þeirra.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í fyrrakvöld þurfti lögregla einnig að skerast í leikinn, einnig í Keflavík, þegar unglingar á hlaupahjólum iðkuðu að hlaupa fyrir bíla á hlaupahjólunum. Rætt var við þá og forráðamenn þeirra.

Þá voru tveir tíu ára strákar staðnir að því að reiða hvor annan á vespu og voru þeir hjálmlausir í þokkabót. Einnig var talað við þá og forráðamenn þeirra.

Fáeinir voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina og ók sá sem greiðast fór á 142 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá voru höfð afskipti af fáeinum sem grunaðir voru um vímuefnaakstur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -