Ökumaður sem dottaði undir stýri á Reykjanesbraut um helgina missti við það stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti á umferðarskilti og hafnaði utan vegar. Hann slapp ómeiddur en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni sem flytja þurfti af vettvangi með dráttarbifreið.
Þá var lögreglan á Suðurnesjum kvödd að bílskúr í Keflavík um helgina þar sem þriggja ára barn hafði fallið í stiga. Stiginn var brattur og 2 – 3 metrar að lengd. Barnið var flutt með sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Engir sjáanlegir áverkar reyndust vera á því og vegnaði því vel eftir komuna á HSS.