Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Lögreglan elti innbrotsþjóf uppi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laust fyrir miðnætti í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um innbrot í hús í Árbæ. Stuttu seinna barst tilkynning um innbrot í annað hús og var ljóst að sami maður var á ferð miðað við

lýsingar tilkynnenda. Rúmlegar eitt í nótt sá lögreglan hinn grunaða á bifreið og sinnti hann ekki  stöðvunarmerkjum lögreglu. Eftirför var um hverfið og síðan hljóp maðurinn inn í Elliðaárdalinn. Eftir nokkra leit var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. Kom í ljós að bifreiðinni var stolið frá seinni innbrotsstaðnum.

Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.

Klukkan hálftíu í gærkvöldi fékk lögreglan í Kópavogi og Breiðholti tilkynningu um hópasöfnun ungmenna. Einhverjir voru sagðir vopnaðir og undir áhrifum fíkniefna. Sumir fóru strax þegar lögregla kom. Lögregla fylgdist með í nokkra stund, en engin læti urðu.

Einn var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og vistaður í fangageymslu.

Laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um reiðhjólaslys í Garðabæ. Reiðhjólamaður féll af hjóli og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Minniháttar eymsli.

- Auglýsing -

Nokkrar tilkynningar bárust um ökumenn sem líklega voru undir áhrifum áfengis/fíkniefna. Einnig voru nokkrar tilkynningar um hávaða og ónæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -