Tveir skjálftar mældust norður af Grindavík í morgun.
Skjálfti af stærðinni 4,1 varð rétt fyrir klukkan sex í morgun um fjóra kílómetra norður af Grindavík. Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist á sama svæði tveimur mínútum áður, eða um 3,6 kílómetra norður af Grindavík.
Í ahugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands, sem settar eru fram á Facebook, kemur fram að báðir skjálftar hafi fundist í Grindavík og Reykjanesbæ. Vísir greinir frá þessu.
Þar kemur ennfremur fram að 40 eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu.
Það hafi síðast verið 9. júli þegar skjálfti að 3,3 að stærð mældist norðaustur af Grindavík.