Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Simmi vill stytta afgreiðslutíma skemmtistaða: „Ekkert gott gerist eftir þrjú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sig­mar Vil­hjálms­son athafnamaður, sem rek­ur veit­ingastaðina Bari­on í Mos­fells­bæ og á Granda og Hl­ölla­báta, auk Minig­arðsins í Skútu­vogi, segir í viðtali við Morgunblaðið að tími sé kominn til að stytta af­greiðslu­tíma veit­inga- og skemmti­staða.

„Það er hægt að böl­sót­ast út í kór­ónu­veiruna út af mörgu. En það sem er já­kvætt við hana er þesssi breyt­ing á skemmt­ana­menn­ing­unni hér á landi, þar sem við erum far­in að fara fyrr út að skemmta okk­ur en áður,“ segir Sigmar. „Ég held að það sé ekki vit­laust fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag að sæta nú fær­is og stytta al­mennt af­greiðslu­tíma skemmti­staða. Þannig gætu leyfi sem gera ráð fyr­ir því að hægt sé að hafa opið til klukk­an fimm um morg­un­inn, færst til klukk­an þrjú, og þau leyfi sem gera ráð fyr­ir að opið sé til klukk­an þrjú, myndu gilda til klukk­an eitt í staðinn.“

Samkomubannstakmarkanir sem nú eru í gildi heimila veit­inga­stöðum, skemmtistöðum, krám og spila­söl­um að hafa opið til kl. 23.

Sigmar segir að fátt gáfulegt gerist hjá fólki í skemmtanalífinu eftir klukkan þrjú á nóttunni. Flestir geti verið sammála um það. Hann telur að styttri afgreiðslutími geti sparað samfélaginu peninga, bæði í löggæslu, í bráðamóttöku og á fleiri sviðum.

„Ég tel að þetta sé hagkvæmt að því leyti að hagvöxtur getur aukist. Ef fólk skemmtir sér ekki langt fram undir morgun, þá vaknar það fyrr daginn eftir skemmtanahald og er virkara í samfélaginu þann daginn. Þótt ég sé ekki mikið fyrir forsjárhyggju tel ég að þetta sé mjög verðugt umræðuefni,” segir Sigma rog bætir við að flestir kollegar hans sem hann hefur rætt við í veitingageiranum séu honum sammála. Hann segir fyrirkomulagið einnig geta verið gott fyrir veitingamenn, minnki álag á starfsfólk, auki hagræðingu í rekstri sem gefi færi á verðlækkun.

„Við vorum neydd út í að hafa styttri afgreiðslutíma út af heimsfaraldri og svo reynast allir vera bara sáttir. Ég held að það sé dauðafæri á því núna að opna umræðuna um þetta mál.“

- Auglýsing -

Aðspurður segist hann aldrei myndu reka veitingastaði sem hafi opið til klukkan fimm á morgnana. „Ég hef ekki áhuga á slíkum rekstri. Við sem bransi verðum núna að þjappa okkur á bak við þessa kúltúrbreytingu og reyna að örva hana. Það er miklu betra að láta ballið byrja klukkan tíu en klukkan hálftólf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -