- Auglýsing -
Stór jarðskjálfti varð um klukkan hálf tólf í kvöld. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og á Akranesi.
Jarðvársérfræðingar Veðurstofu Íslands vinna að að því að reikna að fullu skjálftann og nákvæma staðsetningu hans. Samkvæmt fyrstu mælingum er hann á milli 4,5 og 5 að stærð. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni hafa orðið um 700 skjálftar við Fagradalsfjall í dag og viðbúið að þeir verði fleiri.
Uppfært 00.23
Skjálftinn var af stærðinni 4,5 suðvestur af Fagradalsfjalli á Reykjanesi.
4,5 | 19. júl. 23:36:12 | Yfirfarinn | 0,9 km SV af Fagradalsfjalli |