- Auglýsing -
Jörð skelfur á Reykjanesi.
Alls hafa 1.400 skjálftar mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring, þar af 900 eftir miðnætti. Sá stærsti reið yfir klukkan 5.46 í morgun og mældist hann 4,6 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstof Íslands.
Þar segir að Veðurstofunni hafa borist óstaðfestar upplýsingar um grjóthrun í Fagradalsfjalli í kjölfar skjálftans.