Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ólíklegt að Icelandair verði gjaldþrota

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérfræðingur í flugrekstri telur litlar líkur á því að flugrekstur Icelandair stöðvist vegna áhrifa COVID-19.

„Ríkisstjórnin mun örugglega gera allt sem þarf til að styðja við fyrirtækið í ljósi mikilvægi þess fyrir landið. Icelandair er líka þekkt vörumerki og með gott orðspor líkt og ráðamenn þjóðarinnar eru vafalítið meðvitaðir um. Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ segir Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur í flugrekstri, í samtali við Túrista, en hann telur litlar líkur á að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir kreppuna í flugbransanum á heimsvísu.

Elnæs álítur að ríkisstuðningur í formi lána muni ekki hjálpa Icelandair. Það þyngi aðeins skuldabaggann, eins og það er orðað. Ríkið verði á endanum að kaupa sig inn í Icelandair og þá eignast meira en helming í félaginu og svo sitja á sínum hlut í fimm til sjö ár, eða þar til „öruggt er að flugfélagið komist í gegnum þessa ókyrrð sem nú ríkir”. Flugsamgöngur yrðu þar með tryggðar, bæði í millilandaflugi og innanlands, sem skipti sköpum fyrir íslenskt þjóðarbú.

„Þegar Icelandair er svo orðið sjálfbært á ný þá getur ríkið selt sinn hlut og þá til íslenskra lífeyrissjóða og fjárfesta,” segir hann í samtali við Túrista. „Alla vega verður að tryggja að félagið sé áfram undir stjórn Íslendinga en ekki erlendra fjárfesta.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -