Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Sonur dómara í máli Epstein skotinn til bana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sonur og eiginmaður Esther Salas, alríkisdómara, voru skotnir á heimili þeirra seinni partinn í gær.

Salas var nýlega skipuð dómari í máli tengdu kynferðisglæpamanninum Jeffrey Epstein. Viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, var árið 2019 ákærður fyrir mansal og kynferðislegt ofbeldi gegn fjölda stúlkna undir lögaldri. Epstein hengdi sig í fangaklefa sínum fyrir tæpu ári.

Tvítugur sonur Salas, Daniel Anderl, lést í skotárásinni, en eiginmaður hennar, Mark Anderl lögmaður og verjandi, særðist. Sonurinn mun hafa opnað fyrir skotmanninum, með föður sinn nokkrum skrefum aftar. Skotmaðurinn hóf strax skothríð og hljóp síðan í burtu samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs. Salas sjálf var í kjallara heimilisins þegar skotárásin átti sér stað og særðist ekki. Heimili fjölskyldunnar er í North Brunswick, New Jersey, í Bandaríkjunum.

Salas og eiginmaður hennar og sonur

Leit stendur yfir að skotmanninum, en hann mun hafa dulbúið sig sem sendill frá FedEx flutningafyrirtækinu. Fyrirtækið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að það vinni í fullu samstarfi við yfirvöld hvað rannsókn málsins varðar og sendir samúðarkveðju til Salas og fjölskyldu hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -