Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hlustaðu á Húsavík með íslenskum texta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið geysvinsæla lag Húsavík er nú komið í íslenskan búning.

Signý Gunnarsdóttir.

„Ég henti nú bara í þetta í algjöru gamni. Veit ekki hvort það er skammarlegt að segja frá því en ég var svona kortér að því,“ segir Signý Gunnarsdóttir og hlær, en hún hefur gert sér lítið fyrir og þýtt enskan texta lagsins Húsavík yfir á íslensku.
Lagið, sem er úr kvikmyndinni The Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, þykir stórkostlegt að margra mati og hef­ur notið gríðarlegra vin­sælda upp á síðkastið, bæði hér­lend­is og er­lend­is.

Í samtali við Mannlíf segist Signý hafa gert töluvert af því að þýða alls kyns söngtexta yfir á íslensku, aðallega fyrir dóttur sína sem er söngkona og hún hafi einmitt þýtt Húsavíkur-lagið með hana í huga. „En svo var hún ekki til í að syngja það þannig að þá ákvað ég að senda textann á tvo vini mína, Ödda vin minn, sem er tónlistarmaður og Evu vinkonu, sem er geggjuð söngkona. Þau eru í hljómsveitinni Kókós og ég vissi að þau myndu gera þetta með glæsibrag. Við vorum bara að leika okkur að þessu núna á laugardaginn,“ segir hún glaðlega.

Spurð hvernig viðtökurnar við laginu hafi verið segir Signý að almennt hafi fólk mjög gaman af uppátækinu. „Fólki finnst þetta skemmtilegt,“ segir hún. „Eru annars ekki allir ánægðir þegar Ísland er hæpað og finnur fyrir þjóðarstolti í hartanu? Er það ekki einmitt að gerast núna með þessari Eurovision-mynd?“

„Ég henti nú bara í þetta í algjöru gamni. Veit ekki hvort það er skammarlegt að segja frá því en ég var svona kortér að því.“

Hvernig finnst þér myndin? „Mér finnst söngatriðin flott. Já, ætli ég láti ekki duga að segja það,“ segir hún og ræskir sig.

En hvað með hina smellina, Double Trouble, Lion of Love og JaJa Ding Dong, stendur til að þýða þá líka? „Ég veit það ekki alveg. Ég ætlaði fyrst að þýða JaJa Ding Dong en svo fannst mér aðeins of gróft að fara að tala um þrútna ást og þar fram eftir götum,“ viðurkennir hún og hlær, en hér að neðan má sjá flutning Evu Hrannar Guðnadóttur og Örnólfs Örnólfssonar á Húsavík, með íslenskum texta Signýjar.

- Auglýsing -

Hér er svo textinn í heilu lagi:

Húsavík

- Auglýsing -

Ég stend alein
með heiminn mér að fótum
sem er öðrum ætlaður.
Hef reynt og aftur reynt
að gefa þér mitt hjarta,
segja satt, ekki látast neitt.

Þurfti aðeins að komast burt
til að skilja að ég vil vera um kjurt.

Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Hélt það væri ljóst, hvað þarf ég að gera?
Var alltaf ást sem við létum vera?
Allt sem þarf er ég og þú, að …

vera með þér, með þér
á Húsavík við Skjálfanda.
Já, heimabærinn minn.

Heiminn þráir þú.
Fyrirsagnir, slúður, drama.
Þú vilt frægð og þú vilt frama.
Og ég fylgdi þér
en ég veit nú hvað ég þrái
og finn að þú vilt fylgja mér.

Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Þar sem norðurljós lýsa dimmar nætur
og töfrar gerast við heimarætur.

Eina sem ég þrái er, að vera
með þér, með þér á Húsavík við Skjálfanda.
Minn heimabær

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -