Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Rúrik ræðir móðurmissinn: Var gerður brottrækur fyrir að styðja móður sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason segir ákvörðun sína um að fara heim til að vera við hlið móður sinnar á banalegunni hafa átt þátt í því að félag hans í Þýskalandi ákvað að losa sig við hann.

Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar þar sem þeir ræða meðal annars móðurmissinn, en eftir að móðir Rúriks veiktist illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar. Segir Rúrik félag hans í Þýskalandi hafa verið ósátt við þessa ákvörðun hans og hann hafi í raun verið gerður brottrækur eftir að hann sneri aftur til Þýskalands, þótt ákvörðun hans um að vilja frekar gefa launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins hafi líka spilað inn í.

„Ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commitment“ gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim.“

„Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit“ því að ég hafi ekkert æft á Íslandi en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknardeild og svo á milli þess sem ég var á líknardeildinni, þá skaust ég á æfingar,“ segir Rúrik.

„Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað semsagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa. Þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commitment“ gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,“ segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta.

Í þættinum ræðir Rúrik heimsfrægðina eftir HM, álit annarra og þau tímamót sem hann stendur á í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -