Greta Thunberg hlaut í gær Gulbekian-verðlaunin fyrir velgengni sína við að fá ungt fólk til að huga að umhverfismálum og ákafann við að berjast gegn stöðnuðu hugarfari í málaflokknum. Verðlaunaféð nemur einni milljón evra, sem samsvarar um það bil 160 milljónum íslenskra króna og Greta hefur þegar tilkynnt á Twitter-reikningi sínum að hún muni gefa samtökum sem vinna að umhverfisvernd og gegn loftslagsbreytingum alla upphæðina.
Herferðin „SOS Amazonia” sem berst gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Amazon-svæðinu fær 100 þúsund evrur af verðlaunum Gretu og stofnununin Stop Ecoside sömuleiðis. Afgangnum ætlar hún að deila á milli ýmissa stofnana og samtaka sem berjast fyrir umbótum í loftslagsmálum.
I’m extremely honoured to receive the Gulbenkian Prize for Humanity. We’re in a climate emergency, and my foundation will as quickly as possible donate all the prize money of 1 million Euros to support … ->
1/3 pic.twitter.com/Eti6AJXSvj— Greta Thunberg (@GretaThunberg) July 20, 2020