Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Skógarhöggskona semur seiðandi tónlist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Danska söngvaskáldið Ditte Grube, a.k.a. Out of the woods, sem er rísandi stjarna innan indí-þjóðlagasenunnar á Norðurlöndunum, sendi á dögunum frá sér smáskífuna Silence you with love. Tónlistin er sveipuð eterískri áru og seiðandi rödd Ditte dansar áreynslulaust við kontrabassa, fiðlu, píanó, trompet, trommur og blæbrigðaríkan rafmagnsgítarinn. Textarnir fjalla um allt frá svefnleysi og vinamissi til óhlutkenndra geimævintýra og rándýra í veiðiham.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Ditte má geta þess að hún hóf vegferð sína með tónlistinni þegar hún vann sem skógarhöggsmaður í skóglendi Austur-Jótlands. Á daginn felldi Ditte tré og um nætur samdi hún sín fyrstu lög.

Tónlist hennar er meðal annarra innblásin af Joni Mitchell, Nick Drake, Feist og Emilíönu Torrini; hún er af þeirri gerð sem breiðir um sig í huga hlustandans líkt og kyrrlátt sólsetur þar sem tónarnir vafra á milli þagnanna, þankanna og tímans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -