Rúmlega sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 til 05 í morgun. Þrír gista fangaklefa vegna ýmissa mála. Nokkuð var um hávaðakvartanir í heimahúsum og voru ellefu slík mál skráð.
Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.
Einstaklingur í annarlegu ástandi var handtekinn í Hafnarfirði vegna líkamsárásar og eignaspjalla, vistaður í fangaklefa.
Ölvaður ökumaður var handtekinn í Breiðholti eftir að hafa valdið umferðaróhappi, vistaður í fangaklefa.
Ökumaður var handtekinn í Árbæ þar sem hann var að aka undir áhrifum fíkniefna, einnig kærður fyrir of hraðan akstur og vera ekki með ökuréttindi. Einnig var ökumaðurinn með fíkniefni meðferðis.
Innbrot í heimahús í miðbænum, þar sem einhverjum verðmætum var stolið. Einnig var brotist inn í fyrirtæki í miðbænum, ekki er vitað hverju var stolið þar, málið er í rannsókn.