Alls er nú ellefu manns í einangrun með virkt COVID-19 smit.
RÚV greinir frá því að ellefu séu nú í einangrun með virkt COVID-19 smit. Engin smit greindust þó í gær, hvorki innanlands né við landamæraskimun.
Í gær var greint frá því að tveir karlmenn, annar á tvítugsaldri og hinn á þrítugsaldri, hefðu greinst með COVID-19 eftir að hafa farið í sýnatöku. Um fjörutíu manns þurftu að fara í sóttkví vegna yngri mannsins en mun færri hjá þeim eldri.
Grunur leikur á að annar maðurinn hafi fengið veiruna eftir að hafa verið í samskiptum við fólk sem kom erlendis frá. Ekki liggur fyrir hvernig hinn maðurinn smitaðist af veirunni. Um er að ræða fyrstu innanlandssmitin síðan í byrjun júlí, að því er fram kemur í frétt RÚV.