Það getur verið áskorun að raða saman húsgögnum, lömpum, málverkum og smáhlutum svo úr verði ein hugguleg heild þar sem notalegt er að vera saman.
Sumir eru sífellt að breyta og endurraða, mála veggi, færa listaverkin og skipta út gólfmottum á meðan aðrir vilja hafa stofuna sína eins ár eftir ár. Hvor týpan sem þú ert þá er alltaf gaman að fá hugmyndir um það hvernig er hægt að raða upp og skapa skemmtilega stofu.