Um 85 prósent höfuðborgarbúa hafa sótt þjónustu á Laugaveg undanfarið ár. Meirihluti notar einkabíl til að komast þangað.
Rúmlega tveir af hverjum þremur íbúum höfuðborgarsvæðisins sem sóttu verslun og þjónustu við Laugaveg síðastliðna tólf mánuði gerðu sér ferð þangað á einkabíl, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið.
Fáir leggja þó á Laugaveginum, eða tæp ellefu prósent. Rúm 28 prósent nota bílastæðahús í nágrenninu, tæp 28 prósent leggja við aðliggjandi götur og um fjórðungur í bílastæðum í nágrenninu.
Samkvæmt könnuninni komu rúm 16 prósent oftast fótgangandi, rúm ellefu prósent með strætó og rúm þrjú prósent á hjóli.