Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hulinn sjóður Sonju og meint svikaslóð frændans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert hefur enn fengist uppgefið um sjóð sem stofna átti fyrir 18 árum til styrktar langveikum börnum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sjóðurinn varð til við andlát auðkonunnar Sonju Zorrilla og áttu allar eignir hennar að undanskildum lágum upphæðum sem systrabörn hennar fengu. Sá sem fór með forræði eignanna og átti að stofna sjóðinn er Guðmundur A. Birgisson á Núpum, fjarskyldur frændi Sonju. Guðmundur ræktaði mjög sambandið við Sonju um árabil áður en hún lést og vann traust hennar.

Guðmundur hefur nú verið ákærður fyrir margvísleg brot gagnvart skattayfirvöldum á Íslandi vegna eigna á Manhattan, á Flórída og á Spáni. Um er að ræða meint peningaþvætti og skilasvik þar sem eignum í New York, Flórída og á Spáni var leynt. Guðmundur, var upphaflega nautgripabóndi, en komst í nokkrar álnir með viðskiptum og ekki síst með gjaldeyri. Hann er þó þekktastur fyrir að hafa haldið utan um eignir Sonju sem lést árið 2002. Erfðaskrá hennar tilgreindi að til yrði Sonja Zorrilla foundatinon, sem átti að vera til að styrkja fátæk börn til tónlistarnáms. Sonja átti miklar eignir á Flórída og í New York. Þá átti hún íbúð á Ísland og sumarhús á Núpum, landareign Guðmundar. Auk þess átti hún Rolls Royce bifreið sem geymd var á Núpum. Eignir Sonju voru taldar í milljörðum króna.

Fréttalaðið sagði á sínum tíma frá milljarðaeignum Sonju. Í bókinni Ríkir Íslendingar var leitt líkum að því að Sonja hafi átt yfir eignir fyrir rúma10 miljarða króna.

Sjóður Sonju hafði upphaflega tveggja manna sjórn. Guðmundur var annar stjórnarmaðurinn en hinn var John Ferguson, fyrrverandi lögmaður Sonju. Sjóðurinn er með aðsetur sitt í Bandaríkjunum og á Íslandi. Allt frá því Sonja lést hefur leyndarhjúpur verið um eignir hennar og ekkert spurts til sjóðsins eða úthlutana úr honum. Guðmundur hefur sjálfur farið undan í flæmingi þegar fjölmiðlar hafa spurt um sjóðinn eða afdrif eignanna. Því hefur verið borið við að Íslendingum komi ekki málefni sjóðsins við þar sem hann sé einkasjóður í Bandaríkjunum. Þetta  gengur þvert á þann yfrlýsta tilgang sjóðsins að hann myndi starfa í þágu langveikra barna á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fréttaþátturinn Kompás spurðist fyrir á sínum tíma um afdrif eigna Sonju og sátu fyrir Guðmundi en hann svaraði efnislega engu.

Allt frá því Sonja lést árið 2002 hefur verið þögn um eigur hennar og sjóðinn. Athyglisvert ert að meint svikaslóð Guðmundar liggur um sömu svæði og eigur auðkonunnar var að finna. Sonja átti veglegt málverkasafn, íbúðir á Flórída og á Park Avenue í New York þar sem skatturinn hefur komist á snoðir um leyndar eignir Guðmundar.

Ekki hefur farið fram rannsókn íslenskra eða bandarískra aðila á því hvernig umræddar eignir voru tilkomnar og féllu í hlut Guðmundar Birgissonar. Sjóður Sonju er enn í sama myrkri og hann hefur verið undanfarin 18 ár. Ekki eru þekkt dæmi um að langveik börn hérlendis hafi notið góðs af sjóðnum sem stofnaður var í þágu þeirra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -