Fyrsta smitið af Covid-19 í þessari nýju bylgju smita hefur verið greint á Austurlandi og er sá aðili í einangrun. Nú eru því virk smit í öllum landshlutum, flest á höfuðborgarsvæðinu eða sextíu og sjö og næstflest á Vesturlandi alls níu smit.
Níu innanlandssmit greindust í gær, fólki í sóttkví fjölgaði um fjórtán og eru nú 746 manns í sóttkví á landinu. Flestir eru þeir á höfuðborgarsvæðinu eða 582 einstaklingar og næstflestir á Norðurlandi eystra þar sem aðeins er eitt virkt smit en 48 manns í sóttkví.
Fjögur virk smit eru á Suðurnesjum, en á Suðurlandi, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum er aðeins eitt virkt smit í hverjum landshluta. Fjögur smit eru óstaðsett og tvö í útlöndum.
Mbl.is greinir frá.