Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þurfum svör strax en ekki eftir hálfan mánuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir þingkona skilur ekkert í seinagangi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þegar kemur að skipulagi sóttvarnastarfs í skólum og í íþróttastarfi. Hún botnar ekkert í því að ráðherra ætli ekki að kalla saman samráðshóp vegna þess fyrr en eftir hálfan mánuð þegar aðgerða er þörf nú þegar.

„Það vakti óneitanlega undrun mína að heyra af því í hádegisfréttum að heilbrigðisráðherra ætli sér að kalla saman samráðshóp til að vinna að viðbrögðum vegna Covid 19 þann 20 ágúst nk, eða eftir hálfan mánuð! Í dag er staðan þessi að smitum fjölgar umtalsvert, starf á öllum skólastigum sem á að hefjast eftir rúman hálfan mánuð er í óvissu, íþróttastarf iðkenda eldri en 15 ára í uppnámi, menningarstarf sömuleiðis en ráðherra ætlar að halda fund eftir nokkrar vikur til að setjast niður og ræða hvernig á að undirbúa áframhaldandi viðbrögð,“ segir Helga Vala.

Helga Vala, sem situr á þingi fyrir Samfylkinguna og gegnir stöðu formanns velferðarnefndar Alþingis, ritar um þetta færslu á Facebook og segist þar hafa átt fjarfund með dóttur sinni sem stundar nám í bandarískum háskóla. Það hafi komið henni á óvart að hvert einasta smáatriði skóla- og íþróttastarfs þar í landi hafi legið fyrir á meðan íslenskir nemendur og íþróttaiðkendur lifi í óvissu um framhaldið. 

„Við vitum að veiran er allskonar, en þarna er amk verið að vinna í því að koma eðlilegu lífi í gang eins mikið og mögulegt er. Áfram þarf að bregðast við óvæntum uppákomum en það þarf að halda áfram daglegu lífi, ekki satt? En hér bíður íþróttafólkið svara með það hvort þau fái að keppa bara núna um helgina, skólarnir á öllum skólastigum bíða svara um hvernig þetta verður eftir hálfan mánuð og fjölskyldur um allt land bíða leiðbeininga um haustið. Fyrst stjórnvöld telja málið ekki brýnna en svo að hópur verði kallaður saman eftir hálfan mánuð er líklega best að íþrótta og skólafólk komi sér saman og smíði aðgerðir nú þegar. Það er ekki hægt að bíða frameftir vetri með slíkt, heldur þarf að koma sér að verki,“ segir Helga Vala. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -