Hátíðarblaðið er komið út! Við heimsóttum fimm falleg heimili sem eru hvert öðru ólíkara. Íbúð hjónanna Erlu Báru og Egils prýða forsíðuna en húsið stendur við sjóinn í Hafnarfirði. Þau fluttu inn fyrir níu mánuðum síðan og hafa unnið hörðum höndum að endurbótum sem berja má augum í blaðinu.
Við kíktum einnig í heimsókn til listakonu á Lindargötu. Hún býr í fallegri útsýnisíbúð þar sem list og einstakir munir eru á hverju strái.
Í sögulegu húsi á Langholtsvegi búa lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson ásamt syni þeirra Andra. Húsið hefur verið í eiga fjölskyldunnar í um 50 ár og hafa þeir nú gert húsið að sínu. Fallegir munir og mublur í anda hússins eiga sinn stað á heimilinu í bland við nýrri hönnun.
Rúna Kristinsdóttir hönnuður opnaði einnig dyrnar fyrir okkur en hún hefur búið sér öðruvísi heimili í Kópavoginum þar sem íburðamiklir hlutir og list eru í forgrunni.
Halldóra Sif hönnuður sem hannar undir merkinu Sif Benedicta býr í glæsilegu húsi í Mosfellsbæ ásamt manni sínum og þremur börnum. Fjölskyldan flutti inn fyrr á þessu ári en þá var húsið á byggingarstigi fimm. Þau hafa komið sér einstaklega vel fyrir á stuttum tíma en Halldóra sá sjálf um að teikna upp og hanna allar innréttingarnar.
Einnig fengum við hönnuði til þess að horfa yfir veginn 2019/2020.
Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður opnaði nýverið sýninguna Handrit III þar sem hann sýnir verk sem innihalda hversdagslega heimspeki sem við verðum flestöll vör við á einn eða annan hátt í daglegu lífi. Hann opnaði vinnustofu sína fyrir okkur og fengum við að skyggnað örlítið á bak við tjöldin.
Heiðdís Buzgó ung listakona búsett á Akureyri hannaði póstkortið fyrir okkur að þessu sinni. Hún leitast við að skapa það óvenjulega og myndskreytti hún til að mynda sína fyrstu barnabók á þessu ári.
Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun