- Auglýsing -
Í eftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi reyndust tveir af sex veitingastöðum ekki uppfylla kröfur um sóttvarnir. Á báðum stöðunum var ekki mögulegt að virða tveggja metra regluna og var eigendum þeirra gert að færa í sundur borð. Staðan var enn verri á laugardagskvöldið þegar mun fleiri staðir uppfylltu ekki kröfur um sóttvarnir.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða skýrslur af atvikunum tveimur í gær færðar á ákærusvið þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið en lögreglan hefur boðað að þeir staðir sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir verði sektaðir eða þeim jafnvel lokað.