- Auglýsing -
Sumum finnst blettóttir bananar vera fallnir á tíma en það má ýmislegt gera úr þeim. Til dæmis er hægt að nota þá í bananabrauð eða frysta þá til að nota seinna í bananasjeik. Vikan gefur hér uppskrift að girnilegri samloku með þroskuðum banana, sem bæði er auðveld og rennur ljúflega niður.
Hráefni:
1 vel þroskaður banani
2 franskbrauðssneiðar, ristaðar
3 msk. hnetusmjör
2 msk. smjör
Aðferð:
Stappið bananann. Smyrjið maukinu á aðra brauðsneiðina og hnetusmjörinu á hina. Leggið sneiðarnar saman og steikið samlokuna á pönnu í smjörinu þar til hún er gullinbrún.