- Auglýsing -
Sjöan sem flestir þekkja eftir Arne Jacobsen og framleidd er af Fritz Hansen er nú fáanleg með flauelisáklæði.
Sjöan sem framleidd er úr formbeygðum krossvið kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1958. Stóllinn hefur fram að þessu verið fáanlegur sprautaður í ýmsum litum, með leðurklæði og í hinum ýmsu viðaráferðum.
Flauelisáklæðið er hannað af ítalska fjölskyldufyrirtækinu Redaelli Velluti sem sérhæfir sig í textílhönnun og sérstaklega í flaueli.
Fyrirtækið hefur framleitt flauel í meir en 100 ár fyrir stór tískuhús, húsgagnaframleiðendur og innanhússhönnunarfyrirtæki. Þrír litir eru í boði: muskubleikur, gráblár og haustrauður.