Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Enn flytjum við inn klaka frá Noregi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir fáeinum árum var nokkuð fjallað um þá sérkennilegu staðreynd að verið væri að flytja inn ísmola frá útlöndum. Það er áhugavert, einkum í ljósi aukinnar umhverfisvitundar fólks, að árið 2020 sé ennþá verið að flytja klaka yfir hafið. Til hvers? Við eigum jú nóg af góðu vatni og flest ef ekki öll heimili eru með frysti.

Í verslunum Hagkaups, svo dæmi sé tekið, er seldur klaki frá Mr. Iceman. Klakapokinn vegur tvö kíló og kostar 349 krónur. Mr. Iceman kemur alla leið frá Noregi. Það er enn undarlegra að hann er ódýrari en íslenskur klaki sem seldur er t.d. í Krónunni og er frá Ísmanninum. Sá er á 269 krónur kílóið.

Hefur ekkert breyst?

Snemma árs 2016 sagði Katrín Jakobsdóttir í ræðu á Alþingi að hún teldi „mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum eflt innlenda landbúnaðarframleiðslu, matvælaöryggi og fæðuöryggi, og að við látum af hlutum eins og að flytja ísmola á milli landa sem væntanlega stangast verulega á við þau loftslagsmarkmið sem Ísland hefur undirgengist.“

Sama ár var greint frá því í fréttum RÚV að klaki væri fluttur inn í tonnavís í gámum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Kolefnissporið við slíkan flutning er stórt og ættu neytendur að huga að því hvaðan klakinn í búðinni kemur ef þeir hafa áhuga á umhverfismálum. Því þrátt fyrir ummæli Katrínar Jakobsdóttur þarna um árið þá hafa Íslendingar ekki látið af að flytja ísmola á milli landa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -