Forsíðumyndin er af nýja veitingastaðnum Dill sem við heimsóttum ásamt fjölbreyttum híbýlum.
Arkitektúr og tískustraumarnir fyrir árið 2020 eru áberandi og virkilega áhugavert að sjá hvað er fram undan.
Einstaklega áhugaverður arkitektúr á Kalastöðum sem danski arkitektinn Ole Jakobsen teiknaði en hann hannaði húsið út frá náttúrunni í Hvalfirði.
Fallegt hús hjá Hönnu Þóru í Garðabæ, með skemmtilegum arkitektúr, sem teiknað var af Guðfinnu Thordarson en hún er dóttir Sigvalda Thordarson sem er meðal þekktari arkitekta á Íslandi.
Við fórum einnig til Önnu Gyðu í afar litríka og frumlega íbúð á Sjafnargötu en hún fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að hönnun og innbúi.
Áhugaverð grein um þjóðarbókasafn Finna, Oodi, en það er vægast sagt stórkostlegt, hvort sem litið er til byggingarinnar eða starfseminnar.
Fastir liðir eins og venjulega verða á sínum stað; sjón er sögu ríkari.
Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun